Ég mæli með ASUS P4P800 Deluxe. Algjör snild, virkilega stöðugt. Örgjörvinn minn P4 2,6GHZ er á bilinu 27 til 42 gráður, þ.e. 27 gráður í idle og 42 í 100% cpu vinnslu, notaði torture forrit í 24klst og örgjörvinn fór ekki yfir 42 gráður og allt stóðst þetta prófið.
Reyndar virkar móðurborðið ekki 100% fyrr en ég hefur uppfærði biosinn yfir í nýjustu útgáfu. Mjög létt að upgrada, gert í Windows með forriti sem fylgdi með.
Þú verður að skoða www.asus.com og sjá hvaða minni Asus mælir með þessu móðurborði, því stöðugleiki byggist meðal annars á góðu minni og þá helst eitthvað sem Asus hefur prófað og viðurkennir sem gott og gilt.
Og síðast en ekki síst þá er ég með retail örra viftu, og get ekki kvartað.