Ég var að kaupa mér tölvu sem ég setti saman sjálfur. Allt í lagi með það. Málið er bara að BIOSinn og Windows segja að AMD Athlon 2500 XP örgjörvinn sé 1100 MHz en ekki 1830 MHz eins og hann er.
Móðurborðið er framleitt fyrir Athlon örgjörva.
Ég hef séð þetta gerast hjá vini mínum, hann var að vísu með XP 2200 held ég frá Tölvulistanum og þar segir BIOSinn líka 1100 MHz.
Er AMD eitthvað að klikka, eða?