Sæl,
málið er það að tölvan mín sem venjulega hefur verið 1-2 mínútur að starta sér er allt í einu komin upp í 10 mínútur! Einnig er hún mjög lengi að vinna allt fyrst eftir að ég kveiki á tölvunni. Ég er að runna Win2k pro á þessari vél með amd athlon 1800 og 1 gb ddr minni. Þetta gerðist reyndar um það leyti sem ég skipti um power supply í tölvunni og er ég því að velta eftirfarandi fyrir mér.

Getur verið að fyrst ég skipti seint um powersupply, þ.e. viftan í powersupplyinu var búin að vera léleg í nokkra daga áður en ég skipti, að það geti haft áhrif á hraða tölvunnar? Þ.e. hvort ég get hafa ollið einhverjum varanlegum skaða?

Svo var ég líka að pæla í hvort það skipti máli að ég keypti pentium 4 power supply, með sér tengi fyrir pentium 4 örra sem ég nota ekki. Ætti það að skipta máli í sambandi við performance hjá powerupplyinu? Þetta nýja powersupply er 300w en gamla var 250 og var tölvan þá að runna fínt.

Nú er ég nýr í svona tölvumálum og var líka að spá í hvort að tölvan kveikti yfirleitt ekki á sér ef maður væri með of afllítið powersupply eða hvort hún runnaði bara svona illa?
Nú að lokum vil ég spurja ykkur um það hvaða powersupply ykkur finnst sniðugt að ég fái mér EF það er málið að ég þurfi að fá mér nýtt. Þá væri vel þegið að fá link af einhverri íslenskri netverslun.

Specs are as follows:
AMD Athlon 1800
40 GB HD
120 GB HD
16x DVD drif
32x skrifari
2x 512 gb 266mhz ddr minni
128mb ddr MSI GF4 skjákort

Allar ráðleggingar og öll hjálp vel þegin!
Takk fyrir :D