Var að versla mér svipaðan pakka :) ég keypti: MSI K7N2G móðurborð hjá computer.is á 14,915, Antler Miðjuturn 350W hjá Tölvuvirkni á 6.617, Vinnsluminni 2 stk. DDR 256 mb 333mhz á 9,013 hjá Tölvuvirkni, AMD XP2500 K7-Barton með viftu á 11.490 hjá Task.is. Samtals kostaði þetta:42,035 Ég er búin að setja þetta allt saman og það virkar þrusuvel :) ég er mjög ánægð með nýju tölvuna mína :) Notaði svo allt gamla dótið til að uppfæra eldri tölvu sem ég átti, og á þá 2 fínar tölvur fyrir 42.035 kr. :) Þá er næsta skref að fá sér þráðlaust net til að geta nýtt báðar á netið….er að ´bíða eftir að þráðlausi búnaðurinn lækki eitthvað.