Tekið af mbl.is
Japönsku hátæknifyrirtækin Toshiba og Elpida Memory hyggjast þróa minniskubb fyrir stafræn heimilistæki sem þeir segja munu vera átta sinnum hraðvirkari en þá kubba sem nú eru hraðvirkastir. Kubburinn, sem ganga mun undir nafninu XDR DRAM, verður framleiddur með tækni sem þróuð var af bandaríska fyrirtækinu Rambus.
Búist er við að fjöldaframleiðsla kubbsins hefjist árið 2005 en tiftíðni hans verður 3,2 gígahertz á sekúndu og ræður hann því við mjög þunga myndvinnslu, til dæmis í sífellt myndrænni tölvuleikjum. Hefur tölvuleikjaframleiðandinn Sony lýst því yfir, að nýi kubburinn verði notaður í arftaka PlayStation2-leikjatölvunnar.
Tekið af mbl.is