Ég er hérna með tölvu aukalega og er ekki alveg viss um hvað ég á að gera við hana.
Örgjörvi: AMD Athlon 1500XP
Skjákort: Geforce 2 MX400 64mb
Vinnsluminni: 256mb DDR (annað hvort 266 eða 333 mhz, er ekki alveg viss)
Móðurborð: A Open, AK77 PRO, AMD Athlon Thunderbird & Duron Socket A 4X AGP DDR ATX Motherboard
Harður diskur: 6gb (4 ára gamall)
Turnkassi: 4 ára, veit ekki meira en að hann ræður ekki við 2 geisladrif.
Man ekki hvernig hljóðkort var, en það virkaði fínt þangað til ég fékk mér nýja. Held það hafi verið soundblaster.
Það er 4 ára gamalt DVD drif, en það er í lausu og þarf að setja það í.
Gæti látið skjá fylgja frítt með, litirnir haldast ekki alltaf og verður allt þá með blá-grænni slykju.
Ekkert lyklaborð er með en Genius kúlumús er til staðar.
Hvað mynduð þið telja raunhæft verð fyrir þessa vél?<br><br>“Stundum þarf maður að pissa, stundum þarf maður að pissa meir.”