Málið er að ég var að fá mér uber-tölvu:
Móðurborð: NVIDIA NForce 2, K7N2 Delta Dual Channel DDR
Skjákort: Geforce FX 5900
Örgjörvi: Barton XP 2500+
Hljóðkort: 5.1 Live (held það sé Dolby Digital, þetta er onboard hljóðkortið á móðurborðinu)
Vinnsluminni:512 DDR 400mhz (þurfti reyndar að skipta út fyrir 333mhz kubb sem ég átti því hinn var bilaður)
Ég er með uppsett Windows XP-Home og er með nýjasta Detonator driverinn (44.03) fyrir skjákortið.
Ég er búinn að installa og spila Vietcong, CS, DoD, UT2003 og Morrowind (fylgdi með FX 5900). Ég er búinn að frjósa í öllum þessum leikjum, fljótastur að frjósa í Vietcong og Morrowind.
Þegar leikirnir frjósa stoppar það bara allt í einu, engin fyrirvari eins og hökt eða eitthvað. Hljóðið loopar og stoppar að lokum. Það eina sem hægt er að gera er að restarta. Leikirnir spilast alveg eins og þeir eiga að gera, alveg smooth í hæstu gæðum, þann tíma sem ég get spilað fyrir frostið.
Ef einhver kannast við þetta vandamál, endilega svarið og gefið mér góð ráð.<br><br>“Stundum þarf maður að pissa, stundum þarf maður að pissa meir.”