mjá… en… starthnappurinn, hvað er dæmið með starthnappinn.. þúveist ON/OFF takkinn á tölvunni.

Ekki flókið tæki… ýtir á hann og þá kviknar á tölvunni
þú leikur þér í tölvunni, darararara, síðan KALLAR EINHVER Í ÞIG!!
þú ert of seinn í skólann…. ARGH!!!
loggar þig af netinu, lokar explorernum með klámsíðunum..
ýtir á OFF takkann…… stekkur á fætur og klæðir þig í útifötin

EN BÍDDU!!! afhverju er ennþá kveikt á tölvunni… hún hökti ekki einusinni þegar þú ýttir á takkann….
NEI…

NÚNA er búið að finna upp NÝJAN ON/OFF takka
NÚNA þarf að gera SHUT DOWN í windows… og bíða í svona 30mín á meðan windowsið slekkur á sér (tekur MJÖG langar tíma eins og allt annað í windows) og SÍÐAN er hægt að slökkva á tölvunni…. vegna þess…. að ef þú ýtir ekki fyrst á Shut Down… þá eyðileggst tölvan og allt sem þú hefur sett inn í hana STROKAST ÚT!!!
og hún springur örugglega líka :oÞ


en, það heldur er ekki nóg… það er ennþá ekki nóg að ýta bara á starthnappinn.. NEI NEI… það þarf að halda honum INNI í svona hálftíma í viðbót
mjá…
og síðan get ég farið í útiskóna mína og keyrt í rólegheitum í skólann vegna þess að ég er hvort sem er búinn að missa af tímanum

mæli með að fólk tengi dótið þannig að tölvan slekkur sjálf á sér þegar mar ýtir á shut down….
eða bara taki þetta helv. biðdót úr sambandi á takkanum og SLÖKKVI bara þegar það VILL… alveg eins og á gömlu 386 tölvunni sem varð ekkert verri þótt mar slökkti á henni í miðjum leik á milli Liverpool og Newcastle í Championship Manager!!!

hvursvegna þarf alltaf að flækja auðvelda hluti?