Nú vita flestir að öll sjónvarpstæki (og hugsanlega videotæki með sjónvarpsmótakara í) eru skráð hjá ríkinu eða öllu heldur RÚV og þeir sem eiga svona hluti þurfa að borga afnotagjöld hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Nú er ekki sjónvarp á mínu heimili, foreldrar mínir hafa ekki áhuga á því (nei þau eru ekki í Krossinum og ekki hippar heldur) en sjálfan langaði mig að festa kaup á sjónvarpskort. Það þarf varla að taka það fram að ef ég þarf að fara að reyða út 2000 kall á mánuði bara fyrir að vera með það mun ég ekki láta verða af þessum kaupum.
Þið sem þekkið til, eru kaupendur þessara korta á einhvern hátt skráðir hjá ríkinu?