Ég ætla að kaupa mér nýtt móðurborð og ég er mjög heitur fyrir Asus P4G8X Deluxe. Þetta móðurborð er með innbyggðu lani, firewire, hljóðkorti og Raid. Linkurinn á móðurborðið er hérna http://usa.asus.com/products/mb/socket478/p4g8x-d/overview.htm
Móðurborðið styður allt að 3.06GHz og fékk góða umfjöllun á tomshardware.com
En það er eitt sem ég er að hugsa um, móðurborðið styður bara mest 266MHz minni semsagt PC2100 ddr minni.
Spurningin er þessi. Ætti ég að forðast þetta móðurborð út af þessu eða skella mér á það. Maður sér að gömul AMD borð styðja 333MHz minni.
Ps. AMD kemur ekki til greina, aðeins Intel P4.