Jæja, ég er spenntur fyrir þessu korti en skv Tölvulistanum (fór þangað í dag) þá kemur það kort ekki fyrr en eftir 3-4 mánuði til þeirra. Sem er svolítið skrýtið þar sem þeir eru með það skráð hjá sér í vörulistanum á netinu.
Þá er spurningin, á maður að panta þetta að utan og láta senda sér í pósti? Er hætta á því að hlutir skemmist þegar maður pantar gegnum póst, og eru tollarnir það háir að þetta borgar sig ekki?
Nenni ekki að fá mér geðveikina í FX 5800 sem virðist vera mestu mistök sem NVIDIA hefur gert.