Kæru tölvunördar!
Getur einhver ráðlagt mér með vinsluminni?
Ég á móðurborð (Abit BH7) sem er með 3 DDR sökklum/tengjum. Skv. handbók móðurborðsins get ég notað sökklana með eftirfarandi hætti: sett PC2100 minni í alla þrjá, sett PC2700 minni í tvo en sá þriðji verður þá ónýttur og síðast sett PC3200 minni í einn sökkul og hinir tveir fara til ónýtis.
Hugmyndin hjá mér er að kaupa 512MB minniskubb/a. Spurningin er bara hvað er skynsamlegast? Á ég að takmarka minnið við 512MB hraðvirkt minni (400MHz), fara milliveginn og kaupa 2 512MB 333MHz kubba og fá þannig 1GB minni eða taka hægvirkasta minnið, nota alla sökklana og vera með 1,5GB vinnsluminni?
Ef einhver getur eða vill svara mér þá góðfúslega ekki gera það út frá verði. Ég hef bara áhuga á notagildinu. Það sem ég er að sækjast eftir með tölvuna er að hún keyri sem best tölvuleiki eins og t.d. UT2003.
Það væri jafnframt gott ef einhver svör berast að þau séu rökstudd eða vísað í heimildir.
Bestu kveðjur,
FigRoll - über nörd