Ég er búin að vera að reyna að tengja saman tölvurnar mínar í … ég veit ekki hvað langan tíma og ekkert … eða lítið gengur.

Ég er með 2 tölvur, borðtölvu með venjulegu ADSL (ekki utanáliggjandi) og 10/100 netkort í þeirri tölvu. Ég er að reyna að tengja hana við fartölvuna mína sem er með 10/100 netkort líka, er með crosswire capal á milli. Báðar tölvurnar eru með WinXP Pro stýrikerfið.

Ég er búin að tengja tölvurnar eins og ég hélt að ætti að gera það, tölvurnar virðast sjá hvora aðra og það virðist sem fartölvan sé tengd, sent og receive hrefist á fullu … en ég get samt ekkert notað sem er í sambandi við netið, t.d. explorer eða MSN.

Ég er búin að fara eftir þessum upplýsingum til að stilla subnet mask og það allt… http://www.hugi.is/windows/bigboxes.php?box_id=31375&action=cp_grein&cp_grein_id=453

HVAÐ ER ÉG AÐ GERA VITLAUST!!!!!!!!!!!

Einhver var að segja mér að ég þyrfti 2 netkort í aðaltölvuna og tvær snúrur á milli tölvanna… og að ég þyrfti að hafa fasta IP-tölu. Er eitthvað til í því???

Ef einhver getur hjálpað, þá sendið hér leiðbeiningar hér… PLÍS. MIG LANGAR SVO Í NETIÐ Í FARTÖLVUNA MÍNA.


Kveðja,
Anna Sigga.