Sælir snillingar.
Ég var að setja saman nýja tölvu. Átti að verða algjört dúndur en nú vill hún ekki starta.
Ég setti örgjörvan rétt í, hann fór vel oní og sneri rétt. Setti viftuna á og tengdi hana í rétt slot. Tengdi móðurborðið við power supply-ið. Setti í minni og skjákort. Tengdi start takkann og reset takkann í rétt slot. Er þar að auki búinn að setja í og tengja dvd geisladrif og harðan disk.
Ég setti í samband, kveikti á power supply-inu aftan á og ýtti á start takkann en ekkert gerist. Er búinn að yfirfara allar tengingar og allt virkar í lagi.
Einhverjar hugmyndir ?