Pósturinn frá mér var sendur á: “sala@task.is”.Að sjálsfögðu hef ég tékkað á að það væri afrit í “sent mail”. Ég hef ekki orðið var við að tölvupósturinn frá mér í vinnunni kæmist ekki til skila. Ef serverinn er niðri, þá sendir hann þetta þegar hann vaknar aftur.
Auðvitað má deila um hvort maður eigi að setja fyrirtæki á bannlista eftir eitt svona skipti. Eins og þú skrifar, pósturinn _gæti_ hafa týnst einhversstaðar. Ég hef heldur ekki heyrt annað en gott eitt um þá, þess vegna kom þetta mér á óvart. En þar sem þetta var mín frumraun hjá þeim læt ég hana nægja..