Þannig er mál með vexti að ég ákvað fyrir 3 mánuðum að kaupa mér nýja tölvu sem ég gerði. Ég ákvað að kaupa íhlutina og púsla henni saman sjálfur (endaði reyndar með að kaupa allt nema skjákortið og skrifarann í tölvuvirkni).
Nema hvað að 2 vikum eftir að ég keypti hana þá var ég að vinna í henni þegar allt í einu kemur smellur frá tölvunni og allt frýs. Það var enginn fyrirvari, þ.e. tölvan hægði ekkert á sér, það var engin villumelding frá windowsinu, ekki neitt, bara allt stop. Nú ég reyni að endurræsa en þá finnur hún ekki nein IDE drif, þá prufaði ég að slökkva, bíða aðeins og kveikja aftur og þá virkaði allt eins og í sögu.
Viku seinna þá gerðist þetta aftur nákvæmlega eins; smellur og allt stop, þá tók ég eftir því að HDD ljósið logaði stöðugt, jafnvel þó að ég ýtti á reset, og slokknaði ekki fyrr en ég slökkti á tölvunni. Síðan er þetta búið að gerast á eins til tveggja vikna fresti.
Ég fór með hana í Tölvuvirkni og bað þá að kíkja á hana en þeim tókst ekki að framkalla vandamálið og prófunarbúnaðurinn þeirra fann ekkert að neinu í tölvunni þannig að þeir gátu ekki gert við neitt.
Nú spyr ég hefur einhver annar lent í þessu?
Specs.
P4 2.4 533 FSB
1024 MB DDR RAM
120 gb WD HDD með 8mb buffer
gf4 ti4200 frá msi
SB audigy 2
Gigabyte GA-pe667 ultra 2 mobo
2xCoolermaster hitastýrðar viftur
Igloo diamond 4000 örgjörva vifta
Windows xp pro sp1
Þeir hjá tölvuvirkni uppfærðu að ég held alla rekla og firmware í tölvunni nema skjákorts rekilinn sem er 41.09
tölvan er næstum því alltaf í gangi, það eru líklegast innan við 10 tímar á viku sem hún er ekki í gangi.
Ef einhver hefur einhverja hugmynd um hvað er að eða hvernig er hægt að framkalla þessa villu þá vinsamlegast svarið.
Með fyrirfram þökk
shilna