Ég hef verið að spá soldið í vatnskælingu undanfarið, og var að spá hvort það væru ekki einhverjir sérfræðingar um það hérna ;)
Segið mér eftirfarandi
Hvort er hljóðlátara:
Vifta (hvernig vifta þá?), Vatnskæling (og hvernig kerfi þá?) ?
og svo er náttúrulega spurning með þessi stóru viftulausu heatsink.. er eitthvað vit í þeim? Ég veit að auðvitað er það alveg hljóðlaust (það sem ég vill) en kælir þetta nóg? núna er ég með skjákort, 4x Pci kort og 3x HEITA harða diska. svo það er spurning hvort að bara heatsink myndu gera eitthvað gagn.
Svo hef ég aðra spurningu. Þið sem að eigið það sameiginlegt með mér að hata hávaða í tölvum, hvernig kassa eruð þið með? hvernig aflgjafa? hvernig kælingu? og hvernig er svo hávaðinn? og hvað kostaði allt heila klabbið?
fyrirfram þakkir ;)