Hæ hæ
Ég á við eitt vandamál að etja. Er með tölvu sem fer ekki í gang. Þegar ég kveiki þá fer hún í gang í svona 2 sekúndur og þá heyrast 3 stutt píp mjög hratt og svo slekkur tölvan á sér og ekkert gerist. Þetta gerðist bara allt í einu og ég veit ekkert hvað er að. Ég er búin að prufa að setja nýtt minni í sem er pottþétt í lagi en hef ekki fleiri hugmyndir.
Ef einhver lumar á góðu ráði þá endilega segið mér.
Kv. irise