Jæja, nú fer að styttast í að ég fer að kaupa mér nýja tölvu.
Ég veit nú samt ekkert alltof mikið um þetta.
En ég er búinn að ákveða að ég ætla að kaupa hana í Tölvuvirkna.
Hún þarf að vera rúm 2ghz. Ég ætla ekki að kaupa harðan disk með, semsagt allt nema harðan disk. Og ég er ekki viss með geisladrif.
En ég ætla að eyða svona c.a. 70.000 kalli í hana. Þá verður það bara kassinn og allt í hana, og svo lyklaborð og mús.
En þessa tölvu mun ég aðallega nota í myndvinnslu, þá aðallega í Photoshop og svo að klippa vídeó, þá aðallega í Premiere og svo kannski Pinnacle, þannig að hún þarf að vera svolítið kraftmikil.
En það er allavega óhætt að segja að það sé kominn tími til að ég fái mér nýja því að ég er með 450 mhz tölvu sem vinnur eins og 200 mhz, 230 mb sdram innra minni og svo 90 gb harðan disk, sem er mjög góður og svo bara eikkað 16 mb Voodoo skjákort. Og svo er restin bara eikkað rugl, t.d. er turnkassinn 5 ára gamall pinkulítill og ekkert pláss inní honum svo að það sé hægt að vera eikkað að fikta inní henni svo er tölvan alveg ógeðslega hávær. En ég er búinn að fá mig full saddan af þessu rusli þannig að ég ætla POTTÞÉTT að kaupa eina í sumar þegar ég er búinn að vinna mér inn nægan pening :)