Ég er, eins og sumir hérna hafa eflaust orðið varir við, í svolitlum vandræðum, líklega með móðurborð eða minni. Er ekki ennþá búinn að finna út hvort það er. En núna þegar ég var að horfa á allt draslið í sundurskrúfuðum kassanum tók ég í fyrsta skipti eftir tveimur vírum, rauðum og svörtum, sem liggja út úr horninu neðst til hægri (á sama stað og vírarnir sem liggja til On/Off takkans). Svarti og rauði vírinn tengdust saman í litlu hringlaga plasti en tengdust svo ekki í neitt. Er það eðlilegt eða óeðlilegt?

Ég hef skipt um hitt og þetta sjálfur en aldrei móðurborð, svo ég vissi ekki alveg hvaða tilgangi þetta þjónaði, hvort þetta gerði til eða ekki.

Með von um góðar undirtektir,

–Tyrael Drekafluga–