Það er ekkert óeðlilegt við þetta. Þú þarft bara að fá þér eins og eina viftu í viðbót sem blæs út og þá er þetta ekkert mál. Ef þú hefðir komið við heatsinkið sem var fyrir þá hefðiru fundið að það væri vel heitt líka. Ástæðan fyrir því að htinn á örranum hefur hækkað er að allur hitinn frá skjákortinu sem áður þyrlaðist um allan kassa rýkur núna beint upp á örran. Þangað til þú bætir þessari auka viftu við þá skaltu færa þessa einu sem eftir er aftan í kassan þar sem að núna ertu kominn með yfirþrýsting í kassann sem veldur því að það er ekkert flæði í kassanum heldur pressast loftið einfaldlega út þar sem það getur (eins og framhjá geisladrifinu og meðfram hliðunum).
Rx7<br><br><b>Tech Support:</b> “I need you to boot the computer.”
<b>Customer:</b> (THUMP! Pause.) “No, that didn't help.”