Ok, hvað er að þegar ekkert er að en samt er ekki allt í lagi? Ég installaði Win XP í fyrradag. Það gekk allt vel, en í hvert skipti sem tölvan þarf að keyra e-ð forrit sem er stærra en MS Paint þá kemur e-r execution error eða tölvan bluescreenar mig og byrjar að dumpa physical (líkamlegu? lol) minni á diskinn. Ég hafði ekki höggmynd um hvað hún var að gera eða af hverju hún léti svona.
–Ég held því fram að þetta sé minni (Czar, your expert opinion?)–
Þannig að ég straujaði diskana og installaði aftur. Þá fæ ég þetta memory dump kjaftæði í miðri uppsetningu! Þetta getur þá varla verið Winn error fyrst að Windowsið var ekki ennþá komið inn á tölvuna, er það? Sökum þessa vandamáls míns verður skap mitt verra með hverjum deginum sem líður og bið ég því náðsamlegast um hjálp.
tack tack
–Tyrael Drekafluga–