Er Barton gömul útgáfa? Ég hélt að þetta væri tiltölulega nýlegur örri. Ég er svona að specca upp vél í rólegheitum og vonast til að versla mér hana í júlí og dregst að 2500+ Barton. Þar sem það er kominn Barton með 200/400 FSB (3200+ og kannski 3000+, ekki viss) hélt ég að það kæmu kannski “low-end” útgáfur með þeim fídur. Kannski er mig bara að dreyma. Greinilegt a.m.k. að maður þarf að fylgjast vel með…
5600 Ultra kortin virðast vera komin (aftur), sá test einhversstaðar á einu slíku, en það var mjög nýlegt og ég hef ekki fundið þau til sölu hér heima né erlendis. Leitaði reyndar ekki mikið. Alla vega virtist FX5600 Ultra vera mun veglegra en það sem á undan kom og ég gæti alveg hugsað mér að kaupa slíkt ef verðið verður skikkanlegt.
Satt best að segja er ég búinn að lesa svo mikið gott um Radeon 9500 Pro að mig dauðlangar í þannig. Ef mér tekst ekki að finna þannig kort verð ég væntanlega að velja á milli FX5600 (Ultra) / Radeon 9600 Pro / Ti4200 (þá líklega bara einhverju basic 128Mb korti með tilliti til þess að uppfæra í DX9 kort í náinni framtíð).
Eitt er víst að ég ætla ekki að kaupa inn í hæpið í kringum FX5200 kortin.<br><br><b><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>I'm feeling supersonic, give me gin and tonic</i><br><hr></