Jæja, núna er ég búinn að strauja diskana mína og fá mér glænýtt Windows enda var tími til kominn. Aldrei aftur mun ég þurfa að horfa á Win 98 logoið. En þá er ég eiginlega kominn með flöskuháls því að Win XP étur vinnsluminnið. Ég er þegar búinn að fá bluescreen um lítið minni (þegar ég reyndi að installa Morrowind III) og ég setti þetta upp bara í gær. Þannig að mig langar að kaupa mér tvo 512 MB DDR 333MHz kubba. 1GB+ er skemmtileg tala.

En með hverju mælið þið? Ætti ég bara að skella mér á það ódýrasta á vaktin.is (task.is = 5000kall)? Eða ætti ég að fá mér HyperX. Skiptir það máli þegar maður er kominn upp í þessa stærð? (ansi stórt stökk úr 256MB) Ég er með SiS 745 móðurborð frá MSI- http://www.msi.com.tw/program/products/mainboard/mbd/pro_mbd_detail.php?UID=13&MODEL=MS-6561 -en það er líklega ekki langt í að ég fái mér nýtt.


tack tack

–Tyrael Drekafluga–