Kæru Hugarar!

Ég er pínulítið strand með uppfærslu á tölvunni minni. Þannig er mál með vexti að ég er skipta út móðurborði, skjákorti, vinsluminni og örgjörfa en ætla hinsvegar að halda harðadisknum. Þetta væri lítið mál með Win98. Þá hefði ég einfaldlega bara straujað diskinn og sett það “fresh” inn aftur.

S.l. vetur fékk ég mér WinXP og “activate-aði” það.
Það verður að segjast að handbókin með stýrikerfinu er ekki greinargóð um þessi “activation” leiðindi. Hvernig bera menn sig að við svona lagað í dag?

Ef ég ætla að strauja - hvernig starta ég þá upp í DOS til að gera “format C:”? Get ég gert “uninstall” WinXP? Ef ég geri annað af þessu og set kerfið upp aftur er ég þá ekki kominn í vandræði með þetta “Activate” dæmi? Hvernig græja ég það?

Eru menn kannski hættir þessu strauj- og uninstall veseni? Á ég bara að stinga disknum með öllu á í samband við nýja móðurborðið og sjá hvað gerist? Verð ég þá ekki á endalausum kerfisvillu bömmer í framhaldinu?

Ég verð að segja að mér finnst það jaðra við ósvífni hjá Microsoft að geta ekki um svona lagað í handbókinni með WinXP. Mér virðist líka hjálpin í kerfinu vera ansi mögur um þetta “activate” vesen þeirra.

Öll hjálp vel þegin.

Kveðja,
FigRoll