Ég er í vandræðum með tölvu sem frís í screen saver. Veit ekki hvort það er bara í þessum screen saver en held að ef hún getur frosið í honum þá frís hún í öðru. Þetta er eitthver gullfiska screen saver sem er nokkuð flottur, grafíkin nokkuð flott en talvan á alveg að ráða við þetta hún er P3 750Mhz, 256Mbæt minni, Nvidia TNT skjákort.
Ég er búinn að uppfæra allt sem ég get á windows update síðunni, komin með directx 9 og nýjustu nvidia driverana.
Mér datt í hug að minnið væri gallað í henni, stenst það eða getur þetta verið eitthvað annað?
Tölvan var keypt notuð og virtist vera mjög vel uppsett allt samkvæmt bókinni og með windows xp.