Þetta er að mínu mati stór mínus fyrir þá Hugvers menn að vera að klína þessu innsigli á kassana.
Þegar þú kaupir þér tölvu fyrir tugi eða hundruð þúsunda króna
þá er vélin þín, með öllu sem í henni er og öllu sem henni fylgir.
Það að þurfa að kaupa þjónustu hjá Hugver til að koma fyrir í tölvukassanum einföldustu kortum eða CD drifi eða hverju sem er getur ekki verið löglegt !
Það skal enginn segja mér það að þeir geti neitað að ábyrgjast vél sem sett hefur verið nýtt DVD drif í á eigin spýtur og þar með rofið innsiglið, en vélin hafi síðan 2 vikum síðar bilað af einhverjum ástæðum.
Þeir eiga ekki vélina eða neitt sem í henni er þó svo að þeir séu að gæta þess að vélbúnaðurinn verði ekki fyrir ónæði af óvönu fólki þá er þeim ekki stætt á að banna fólki sem hefur til þess vit að gera það sem þeir vilja innan í tölvukassanum.
Þetta myndi ekki halda fyrir dómi það er mitt mat
og ef þeir myndu neita að laga bilaða vél með rofið innsigli þá myndi ég hikstaleust fara í mál við þá.
Vona að þið skiljið hvað ég er að meina.
Ég skil þeirra sjónarmið en ég held að þeir megi þetta ekki.
Kveðja
myfamily<br><br><a href="
http://www.microsoft.com/windowsxp/default.asp“>Windows XP ….SNILLD ! </a>
<a href=”
http://www.hugi.is“>Hugi.is</a>
<a href=”
http://www.tolvuvirkni.net“>tolvuvirkni.net</a>
<a href=”
http://www.batman.is“>batman.is</a>
<a href=”mailto:vidgerd@mi.is">Sendu mér póst</a