Eins og allir vita ætluðu Microsoft í bretlandi að gera færanlegan kamar með öflugri tölvu og hraðri nettengingu til að kynna MSN á væntanlegri hátið.
Hafa þeir svo ekkert fengið neitt nema skítkast fyrir þetta en afhverju?
Fólki er alveg sama hvað MSN er, veit það að 99% þeirra sem eru hér á huga vita ekki hvað MSN 8 er og hafa engan áhuga á að vita það þótt það væri fyrir framan þá. En ef þú værir á leiðinni á klósettið á útihátið og settist niður og alltíeinu sérðu þennan gífurlega hátækni búnað ( sennilegast upplýst með flottum ljósum ) þá verður þér brugðið, þú getur ekki annað en snert þetta og skoðað og þá verður klósett tíminn 300% lengri og þig langar í MSN. snilldar auglýsingatækni en ekkert til að skammast sín fyrir.