Ég er ekki sáttur við fartölvuna mína sem er 1 árs gömul IBM Thinkpad. Intel 900 mhz með 184 mb RAM, held ég amk, ekki sá fróðasti um þessi mál. Windows 98 stýrir þessu öllu, eða allavega reynir það með slökum árangri finnst mér, en læt það nóg næga.
En allaveganna, þá er tölvan nánast búinn að gefast upp. Orðinn ferlega hæg og leiðinleg. Sífellt að koma error, general failure og ég veit ekki hvað. Það nýjasta er að tölvan finnur núna ekki módemið.
Ætti ég að reyna að uppfæra hana að miklu leyti? Kannski reyna að auka við vinnsluminnið? Hvað með að fá bara nýja örgjörva? Er eitthvað vit í því að kaupa þennan búnað notaðan?
Síðan er ég lítið sem ekkert búinn að gera við tölvuna síðan ég keypti hana. Ég er búinn að vera með tölvuna í gangi meira eða minna síðan ég keypti hana. Núna er ég með enginn gögn í tölvunni og mig langar bara til að restarta allt þetta drasl. Format eða reboot, eða hvað sem þetta heitir? Er eitthvað vit í því, gæti það ekki frískað upp á tölvuna?
En hvernig gæti ég frískað duglega upp á tölvuna með ca. 30-50 þ kalli?? Einhverjar hugmyndir? Bara hugsið upphátt við mig; hvað mundið þið gera til að fríska upp á svona tölvu.