Ef Win9x/ME vél lætur svona er yfirleitt hægt að laga það með því að re-installa Windowsinu aftur yfir sjálft sig, til að laga ýmsar flækjur í registry sem vilja safnast upp ….
Einnig gæti þetta verið eitthvað hardware vandamál, þá helst hiti - gæti verið að örgjörvaviftan sé ekki að fúnkera eins og hún á að gera? Gæti jafnvel verið vinnsluminnið.
Ef Win2000/XP lætur svona, þá er oftast nær eitthvað hardware mál í gangi, t.d hiti eða skemmt vinnsluminni o.þ.h. Það er allavega mín reynsla, Win2000/XP er síður í einhverju svona böggi nema það sé eitthvað alvarlegra að.
Já, eitt að lokum …. WinME er fyrir neðan flest allar gangstéttarhellur … Win98SE er skárri kostur.