Jæja, á föstudagskvöldið var ég er að leika mér í Gagn-árás eða Counter-strike(sem er fyrir þá sem ekki vita vinsæll skotleikur á netinu) á ensku, allt í einu byrjaði skjárinn að blökta ég varð mjög hissa og skildi ekkert hvað var að gerast. En allt í einu heyrðist smá hvellur, hann hljómaði eins og ljósapera(fyrir þá sem ekki vita er uppfinning Thomasar Edisonar), ég stökk upp og var hissa á svip, skjárinn var svartur og steig upp úr honum reykur. Ég sýndi þau réttu viðbrögð að ég skreið á gólfinu og tók skjáinn úr sambandi. Ég snerti skjáinn, og fann að hann var eld heitur. Ég lyfti skjánum upp og gékk með hann út til þess að kæla hann.
Seinna um kvöldið eftir að hafa rætt þetta atvik við foreldra mína, gekk ég til vinar míns og spurði hann ,,Áttu þú nokkuð skjá til að lána mér?´´, hann svaraði mér með spurningu ,,Hvað gerðist?.,, Eftir að hafa rætt þetta atvik yfir kaffibolla lánaði hann mér góðfúslega skjá. Loks þetta kvöld sást bros á minni vör.
Eftir að hafa tengt skjáinn sem ég hafði fengið lánaðann. Kveikti ég á tölvunni og allt gékk vel.
En núna vill svo til að ég er að leita mér af skjá, ég þætti vænt um ef þið gæfuð mér nokkur ráð yfir þá skjái sem hentugast er að versla.
Með þakkir fyrir fram og kveðjur
OrkaX