Oftast þegar maður kaupir nýja tölvu sem er merkjavara svo sem Dell eða Fujitsu Simens þá er bara vifta í power supplyinu og á örgjafanum.
Hins vegar ef maður fer út í að setja saman tölvu sjálfur þá er maður ekki maður með mönnum nema að maður kaupi Hard disk kælingu, og margar auka viftur í kassann.
Ég spyr er þetta ekki óþarfi að hafa allar þessar auka viftur í tölvu sem maður setur saman sjálfur? Myndar það ekki bara auka hávaða og kostnað? Hvar eru mörkin? Er ekki nóg að hafa bara Psu viftu og örgjafaviftu?