Sælinú
Getur verið ef skjákortið mitt er eitthvað að klikka að það komi niður á vinnslugetu vélarinnar? Stundum heyri ég einhver ískur og einskonar skruðninga frá vélinni og á sama tíma poppar myndin af skjánum hjá mér (allt svart) og harði diskurinn fer eithvað að vinna! Fyrst hélt ég að þetta væri bara harði diskurinn að feila en nú er ég farinn að halda að þetta sé viftan í skjákortinu að gefa sig eða eitthvað. Ég er enginn hardware gaur þannig að ég veit afskaplega lítið um þetta. Einhverjar hugdettur?
Ragnar Freyr
onrushdesign.com