Ég er nú búinn að vera að velta því fyrir mér í dágóðan tíma hvort vélarnar mínar inní tölvuherbergi geti flokkast undir þotuhreyfla. Af hljóðinu sem kemur frá þeim má auðveldlega blekkja sjónskert fólk.
Nú í dag er flest allt í tölvuna komið með viftu, t.d. skjákortið og móðurborðið þannig að þú ert allavega kominn með 4 viftur í kassann áður en þú getur sagt “píkabúú”
Ég er búinn að vera í þessum “kaupa og setja sjálfur saman” bransa í nokkur ár og núna loksins sé ég ljósið. Í staðinn fyrir að standa í þessu veseni þá á að kaupa bara t.d. Dell vélina GX260 sem er með flest allt sem maður þarfnast auk 3 ára ábyrgðar og það sem besta er EKKERT HLJÓÐ! Núna sit ég í tölvuveri uppí HÍ með 21x svona tölvum og heyri varla nið!
Ég held að þetta sé málið fyrir þá sem eru búnir að fá sig full sadda af rokinu innandyra :)