Ég er með Ericsson HM220dp ADSL módem + WindowsXP sem virkar fínt og hefur gert í gegnum tíðina. Ég setti upp um daginn IIS til að nota http og ftp serverana. Þeir virka fínt localt og ég er 100% að uppsetningin þar er ekki vandamál (t.d. ekki firewall sem blokkar!!)
Ég er líka með fasta ip tölu.
Vandamálið hins vegar er að utanaðkomandi geta ekki tengst hvorki http eða ftp á þessari ip tölu. Nú hafði ég samband við þjónustverið og var sagt að þetta módem styðji ekki port 21 & 80!!!! Eins ógáfulegt og það væri hjá Ericsson, getur þetta virkilega verið rétt? Ef svo er, hver væri tilgangurinn / er þetta eitthvað flókið á hardware-level???