Vazzup! :)

Ég er að spá í að uppfæra tölvuna mína og ég er í smá vandræðum. hlutirnir sem ég ætla að uppfæra eru: móðurborðið, örgjörvinn, vinnsluminnið, 3D kort og stærri harðann disk. En ég var síðan að spá í því að fá mér nýjann og flottari kassa fyrir þetta allt saman, en þá vaknað þessi pæling,, ég hef ekki hugmynd um hvað ég þarf stórann spennugjafa fyrir tölvu sem verður svona nokkuð betri en sem ég er með núna (1.2GHz Amd athlon og ætla að uppfæra upp í 2.4GHz P4). Reyndar hef ég ekki hugmynd um hvað spennugjafinn sem ég er með núna er stór..
Ég var að skoða kassa á computer.is og þeir voru með fínasta kassa, en ég sá að það var tekið skýrt fram að það fylgdi EKKI með spennugjafi! Ég er nú ekki allt og vel að mér í svona hlutum en ég vill alls ekki fara að sjóða tölvuna mína út af svona fattleysi. :)
Þannig að endilega skýrið þetta fyrir mér ef þið getið það!