Sælir,
Nú er ég að spá í þráðlausu neti, ég er með router og switch, þannig að eina sem mig vantar er í rauninni bara access point og svo þráðlaust netkort í lappann minn.
Núna eru nánast allar tölvubúðir að selja svona lagað, þannig að maður veit ekki alveg hvað á að velja. Ég sá 11/22mbps access point og netkort í Tölvulistanum á frekar lítinn pening. Þetta er frá Planet, sem ég hef ágætis reynslu af svosem - er með switch frá þeim.
Hafið þið einhverja reynslu af svona búnaði? Eitthvað sem þið mælið með fram yfir annað?