Hæ, núna var IBM Deskstar diskurinn minn að hrynja, þetta er annar diskurinn sem fer hjá mér, ég keypti hann í BT, sá fyrri hrundi eftir ca 3 mán, ég fékk nýjan eftir að þeir voru búnir að úrskurða hann ónýtan, en ég þurfti að setja upp Windows´ið og allt klabbið upp á nýtt sjálfur, hafði þó vit á að kaupa W. D. disk og nota sem systemdisk en nota nýa IBM´in sem auka. Já nú er hann hrunin eftir ca. 1 ár og auðvitað voru gögn á honum sem ég þyrfti að ná í.
VEIT einhver hvernig best er að reyna að ná þeim úr rústunum ?
Hvernig er með ábyrgð hef ég kröfu um að BT kosti að reyna að ná gögnum og hef ég kröfu að fá annan disk ekki IBM heldur t.d. W.D.
Ég er búinn að lesa mikið um að IBM diskar séu ekki áræðanlegir og þá hafa menn bent á að það sé bara ein tiltekin gerð, en núna eftir mína reynslu og svo margra annarra þá get ég bara sagt, ef þú sem ert að lesa þetta ert með IBM disk í vélinni þinni þá SKIPTU um disk, eða alla vega taktu bakkup og þá á annan disk en IBM!!!!!
Please hjálpið mér hvernig best er að reyna að bjarga gögnunum.
kv, gulliab