Kvöldið -

Ég pósta þessu bæði inn á þetta áhugamál, sem og ljósmyndaáhugamálið hérna á Huga.

Þannig er mál með vexti að ég og 2 vinir mínir erum að fara í mikið interrail ferðalag í sumar sem mun taka 6 vikur. Við ætlum að taka með okkur digital myndavél. Á 6 vikum má gera ráð fyrir að við munum taka slatta af myndum. Þá vaknar upp smá vandamál því að plássið á minniskubbunum er takmarkað.

Það eru nokkrir mögulegar í stöðunni:

1. Kaupa bara slatta af 512mb eða 1024mb kubbum og taka með í ferðina.
Kostir: Engir sérstakir
Gallar: Svona stórir kubbar kosta tugi þúsunda og týnast auðveldlega.

2. Á að treysta á að möguleiki sé á að komast í USB tengi á hverju internetcafé í Evrópu? Ef það eru USB tengi á tölvunum þá er spurning hvort að það sé hægt að fá að setja gögn inn á harða diskinn á tölvunum.
Kostir: Hægt að tæma kubbinn og senda heim með e-maili.
Gallar: Ekki víst að þetta sé hægt allstaðar.

3. Á vinur minn að taka laptopinn sinn með sér eins og hann hefur boðist til? Þannig er hægt að tæma kubbinn alltaf þegar hann er fullur, og ekki munum við taka 30gb af myndum í sumar.
Kostir: Hægt að taka ótakmarkað af myndum. Tölvuna er hægt að nota í ýmislegt annað.
Gallar: 6 vikna flökkuferð með 250.000 króna, 2.5kg laptop með sér. Hætta á að vera rændur.


Núna treysti ég á að þið getið hjálpað mér….komið nú með einhverja undra tölvunörda lausn á málinu…

Kveðja,
nonnihj