Það er hægt í tölvuvirkni. það er reyndar ekki fartölva heldur svokölluð desknote, en það er svona fartölva sem er ekki með batterýi. Ég var að kaupa mér svona vél og ég er mjög ánægður með hana. Ég keypti vél sem er 2.0 gíg P4 (ekki celeron) og ATH ekki mobile örri sem þýðir að þú notar venjulegann örra og getur skipt um hann sjálfur það er bara ein skrúfa fyrir heatzinkinu og svo 4 á því sjálfu. Svo notar vélin líka venjulegt DDram minni upp að 1GB. og svo reyndar fartölvu harðurdiskur.
Ég keypti vélina mína í Tölvuvirkni og hér eru speccar og verð
Desknote iBudy 4
2.0Ghz P4 /512- 478pin socket N
512 DDram 2100 minni
40 GB Hdd
svo er í vélinni combo drif (DVD,CD-R,CD-RW)
15" skjár
Skjákortið notar 64mb af minni vélarinnar (stillanlegt)
4 USB 2.0 port og 1 stór firewire.
Svo að sjálfsögðu TV-out, lan og modem og svo þetta helsta sem fartölvur hafa.
Þessi vél kostar útúr búð kr 144.741 og svo 5% afsl ef greitt er með millifærslu.
Semsagt ferðatalva sem er ekki með battery og hvernig er það með fólk mar kemst yfirleitt alltaf í rafmagn og ef menn eru alveg rafmagnslausir þá er hægt að kaupa utanáliggjandi battery fyrir hana.
Þeir sem eru í fartölvuhugleiðingum endilega kíkiði í Tölvuvirkni og spurjiði um iBuddy vélarnar.
Nánri specs á
http://www.desknote.com.tw/sub/i-buddie4.htm