Tölvan mín tók upp á því um daginn að það kviknaði ekki á henni. Mín fyrstu viðbrögð voru að halda að psu-ið væri steikt, en tók þá eftir því að það var ljós á netkortinu. Ég prófaði ýmislegt og komst loksins að því að ef harði diskurinn eða floppy drifið voru tengd við psu-ið þá kveikti hún ekki á sér, en það var allt í lagi með geisladrifið. Harði diskurinn og floppy drifið eru í sama búri í kassanum. Ég tók þau úr kassanum og þá gat ég kveikt á tölvunni með floppy drifið tengt, en harði diskurinn virkaði samt ekki. Þá tengdi ég harða diskinn í aðra tölvu og sama vandamál kom upp. Hvernig getur harður diskur valdið því að það kviknar ekki á tölvu?
(svekkjelsi mánaðarins er síðan að ég keypti nýjan harðan disk og tölvan kveikti á sér að nýju, en þá vildi hún ekki boota! steiktur örgjörvi…?)