Ég var, mér til skemmtunnar og yndisauka, að lesa review um örgjörvakælingar á TweakTown. Ég held að það næsta sem ég geri í tölvunni minni er að kæla hana betur. En þá vakna tvær spurningar. Getur einhver sagt mér hvað ákjósanlegt hitastig er fyrir örgjörva annarsvegar og kassa hinsvegar og hvernig er svo best að kæla?

Hitinn á örranum mínum (XP 2000+) er yfirleitt milli 50° og 60° og ég vil helst hafa það lægra. Á Overclockers var einhver að segja að tölvan virkaði best undir 34°. Endilega látið ljós ykkar skína því ég hef ekki höggmynd um þetta.

tack tack

–Tyrael Drekafluga–