Sælir Huga félagar, ég var að fá nýtt kort í dag í staðinn fyrir Gainward Geforce4 Ti-4400 Golden Sample 700xp sem ég keypti síðasta haust fyrir slatta af krónum. Ég var svo óheppin fyrir hálfum mánuði að kortið mitt sem hafði verið brill fram að þessu klikkaði bara allt í einu, myndin á skjánum byrjaði að rifna í sundur ofl, þetta gerðist líka þegar talvan var að fara í gegnum post. Svo ég fór og bað um nýtt kort. Eftir 2 vikur kem ég heim ekki alveg með það sem ég ætlaði mér að fá. Enn get ekki sagt að ég kvarti, fékk held ég betra kort enn ég var með. Ég fékk áðan í lúkurnar Ati Radeon 9700 Pro. Ég er búinn að setja það inn og alles og er bara að leika mér að skoða Tækni demó sem fylgdu með. Tók eftir því að skorið mitt í 3dMark 2003 hækkaði um 3000 stig sem var ekki leiðinglegt. Ástæða sem ég skrifa þetta að ég er að leita eftir commentum frá liði sem þekkir til þessa korts, eða fólk sem á svona til að segja mér allt það góða og slæma sem það finnst um það.

Með þökkum fyrir svör fyrir framm.
Bmainstone

P.S. Mæliði með einhverju góðu utility til að breyta hraðanum á kortinu????
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3