Kauptu bara það sem þú finnur ódýrast, sem er NE2000 samhæft.
Ég veit ekki um eitt einasta stýrikerfi sem styður ekki NE2000, og það er hægt að fá þau á alveg niður í 1.500 kall, þó ég muni reyndar ekki hvar. Fæst á flestum stöðum á svipuðu verði. Það eina sem er hægt að kalla virkilega dýrt er 3Com, enda er það með afbrigðum vinsælasta gerðin. Hinsvegar hef ég ekki rekist á það að 3Com kortin séu betri en þau sem kosta 1/6 af verði 3Com korta, nema að þegar maður kaupir 3Com er maður mjög viss um að kortið klikkar ekki, og ef það klikkar, þá reddar 3Com því eins og skot. En þú'st, það klikkar ekkert nema þú kastir því í gólfið og stígir á það.
Aftur á móti hefurðu hvergi sömu tryggingu fyrir gæðum í hljóðkortum, skjákortum, örgjörvum né hörðum diskum, svo að hvers vegna menn hafa þurft þetta 800% öryggi á *netkortum* af öllum hlutum er dálítið ofar mínum skilningi.
Því heldur niðurstaðan áfram að vera sú að ódýr NE2000 eru málið í dag. :)
(Ath: NE2000 er *staðall* ekki framleiðandi. Það er hægt að fá NE2000 kort frá pilljón framleiðendum.)<BR>Friður.
Helgi Hrafn Gunnarsson
helgi@binary.is