Þessi korkur er að miklu leyti byggður á korkinum “jæja comentið nú!!!” frá 31. janúar, enda er ég að leita að svipuðum hlutum en langar samt að sjá hvernig staðan er í dag.

<b>Örgjörvi:</b>Amd Athlon 2200XP - Mér finnst rétt að taka þennan örra enda er hann búinn að lækka nokkuð undanfarið, en kannski er hann ekki 4700kr betri en AMD 2000XP?
14.863kr (Tölvuvirkni)

<b>Móðurborð:</b>MSI K7N2G-ILSR - nForce2 nýtt chipsett frá nvidia sem hefur Double DDR minnisstuðning. innbyggt netkort. dolby digital 5.1 hljóðkort og Geforce4 innbyggt skjákort sem er örugglega ágætt, gefur álíkan kraft og Geforce4 MX kortin og það ætti að duga mér þar til ég á fyrir betra korti. Móðurborðið hefur RAID 0/1 stuðnig og Serial ATA sem er framtíðin. Vel búið móðurborð sem gefur góðan framtíðar stuðning.
20.900kr (Tölvulistinn)

<b>Vinnsluminn:</b>2x 256MB DDR333 tek 2 stykki til að double DDR dæmið virki. Tími ekki að fara í 2x512.
9.274kr (Tölvuvirkni)

<b>Harður diskur:</b>120 GB, Western Digital 8mb buffer. Yfirdrifið nóg pláss fyrir mig, ætlaði upphaflega að taka 80gb en mér var sagt að það væri eitthvað hátíðnihljóð í þeim, 120GB diskurinn er líka á tilboði í Expert.
17.990kr (Expert)

<b>Kassi:</b>“Kassi Antler Miðturn TU_124 350 Watta góður aflgjafi ATX; 2 Usb að Framan; Kassinn er hannaður með það í huga að loftstreymi sé gott í honum; Mjög góður kassi” (tekið af tolvuvirkni.net). Örugglega fínn kassi, er einhver ástæða til að taka helmingi dýrari Dragon kassa, fyrir utan auðvitað flottara útlit?
6.617kr (Tölvuvirkni)

<b>Vifta:</b>Ég veit nú mjög lítið um viftur, eins og sést kannski á því að ég frétti aðeins fyrir stuttu síðan að með örgjörvum ættu alltaf að fylgja viftur, er þá nokkur ástæða fyrir mig að taka aðra viftu? :)

<b>Kassavifta:</b>Þarf maður ekki eitthvað svoleiðis og hvaða tegund þá helst?

<b>Diskettudrif:</b>Standard Sony diskettudrif. Venjulegt hvítt.
1.726kr (Tölvuvirkni)

<b>DVD/Skrifara combo:</b>Combo 48x/24x/48x skrifari og 16x DVD drif frá Samsung með 8MB buffer, hugbúnaður fylgir, int.IDE 11.900kr, svo er líka hægt að fá combo frá Plextor sem er bæði dýrara og lélegri hraði á öllu: Plextor 20x10x40/12 ATA Combo 14.990kr, en maður hefur heyrt mjög góðar sögur af Plextor og þess vegna er kannski betra að kaupa það combo?

<b>Skjár:</b>Ég á 14“ skjá og geymir það að kaupa sér nýjan vegna peningaskorts, en það er kannski einhver þarna úti sem er tilbúinn að selja mér 17” skjá á lágu verði? Endilega sendið mér skilaboð :)

<b>Lyklaborð og mús:</b>Ég, á líka rykugt lyklaborð og geymi það að fá mér nýtt af sömu ástæðu og ég geymi það að fá mér skjá. En ég á ekki mús með skrunhjóli, kannski er einhver sem er tilbúinn að gefa mér gömlu kúlumúsina gegn því að ég sækji hana (á höfuðborgarsvæðinu) því núna eru jú flestir búnir að uppfæra í optical mús. Endilega sendið mér skilaboð :)

<b>ADSL módem:</b>Skiptir það máli hvaða tegund af módemi ég tek, upp á gæði hraða og annað (ég er hjá Símanum).

<b>Samtals:</b>Verð samtals fyrir utan þau atriði sem ég tilgreini ekki er 83.270kr

Segið mér svo hvað ykkur finnst,
með fyrirfram þökk.
<br><br><font color=“#FFFFFF”>All the kids will eat it up, if it's packaged properly.
Should it subtlely irritate, keep it movin' equally.
All I know is just the fact, where the world is nowadays
An idea is what we lack, doesn't matter anyway.
</font