Já, djöfuls vitleysa er þetta. ;) 128MB “örgjörfi”.
En svona fyrir ykkur fróðleiksþyrsta, þá er til örgjörvi sem heitir MIPS, og er notaður í UNIX heiminum. MIPS stendur í því tilviki ekki fyrir “Million Instructions Per Second”.
Windows NT er líka til á MIPS, en ég veit ekki til þess að nokkrum manni hafi dottið í hug að nota Windows NT á MIPS, því að maður fær auðvitað ekkert Windows forrit á neitt nema x86, og reyndar einstaka sinnum á Alpha.
Því er MIPS samkvæmt minni bestu vitund eingöngu notuð í server UNIX platform.
Nú nenni ég reyndar ekkert að athuga þessa skoðanakönnun sjálfur, en nema valmöguleikar hafi líka verið x86, PPC, Alpha og Sparc, þá skil ég ekki hvers vegna í ósköpunum þessum vesalings (reykta, reykta) manni datt í hug að setja MIPS inn sem valmöguleika. :)
En allavega… örgjörvategundin MIPS er til. Hversu mikið hún er notuð miðað við Alpha, Sparc, PPC og restina af draslinu sem er notað í UNIX-heiminum, veit ég ekki.<BR>Friður.
Helgi Hrafn Gunnarsson
helgi@binary.is