Ég gæti þegið smá hjálp…
Ég er með í höndunum tölvu sem keyrir Windows ME (dont know why).
Vandamálið snýst um takkana sem eiga að vera með “kommufídus” þannig að táknið birtist ekki fyrr en næsti stafur er sleginn inn….(þið vitið hvað ég meina, fyrir íslensku kommustafina og t.d. danska å).
Þegar ýtt er á ´ eða ° eða ^ (og jafnvel fleiri) þá hegða þeir sér eins og hafi verið ýtt á þá tvisvar. Í stað þess að bíða með að birtast ákveður tölvan að birta táknin strax og það tvisvar!
Hef prófað að tengja annað lyklaborð við tölvuna en þetta lagaðist ekki. Virðist vera einhvað rugl í WinME.
Hafið þið einhverja hugmynd um hvað gæti verið að?