Um daginn var ég að stækka vinnsluminnið í tölvunni minni úr 64MB minni og í 128MB minni. Nú kallinn sem var að vinna þar sagði að það væri ekki alveg víst hvort tölvan myndi taka við minninu, en þá myndi hann bara taka það úr og tölvan væri allt í lagi og allt.
En svo virkaði minnið náttúrlega ekki og þá tók maðurinn minnið úr,
en þá skeði martröð tölvumannsins.. tölvan krassaði!! Já, hún krassaði við það að taka 64MB minniskubb úr henni. Mennirnir sögðu þá þar að það mætti varla koma við tölvuna þá færi hún í systemcrash.. (koma sökinni af sér) ég var nefnilega að fylgjast með og hann var ekket sérstaklega að fara varlega með tölvuna mína.
Reif bara minnið úr og allt.
Að vísu var harði diskurinn minn laus. (festur öðru megin) og að drukkna úr ryki. Ég hef eiginlega aldrei sent hana í uppfærslu nema í sumar (Voodoo3 2000) og hef síðan aldrei opnað hana.. ekki nóg með það heldur sendi ég hana til BT í uppfærlsu (veit,stupid thing) en þeir settu í 3D Blaster Savage4 32MB og gáðu ekki einu sinni hvort tölvan virkaði almennilega.. Tölvan kom til baka með
MAXIMUM upplausn 640*??? í hæsta!! Ekki góð þjónusta. En hinn kallinn á Tölvuþj. Rvk. var alveg rosalega leiður og miður sín með tölvuna mína.. það var gott!!
Hvernig finnst ykkur?
Á Windows 98 að hrynja við minnsta á lag?
or..
er verkstæðiskallinn bara ofvirkur óviti?
Svo sagðist hann ætla að slá aðeins af kostnaðinum.. BT hefði aldrei gert það..
SIGGI