Ok, ég er enginn snillingur í svona málum eins og þið eigið eftir að heyra. Sko þannig er málið að ég er búin að vera að downloada dáldið af kazaa og fékk vírus. Allt í lagi, Norton losaði hann bara sjálfkrafa en núna opnast cd-rom ekki hjá mér sem er alveg brjálað pirrandi. Talvan er geðveikt sljóg en hún á ekkert að vera það því hún er mánaðargömul og með alveg helling af plássi lausu. Var að spá í hvort ég ætti ekki bara að setja Windows upp aftur en diskadrifið getur ekki bara gubbast út. HJÁLP, ég er að klikkast. Vill einhver vera svo vænn að segja mér hvað ég á að gera. Ég er nefnilega nýflutt til Danmerkur og þekki engan tölvusnilla hérna :o(
Getur einhver sent mér póst á þetta netfang: ingibjorg@jubiimail.dk
PLÍS, PLÍS.
kv, ein desperate