Ég get hiklaust mælt með þessari viftu. Ég er með XP2400+ og hún er að kæla hann í ca 44°C og svo er hún lágvær enda ekki hitastýrð, ekki nema 24db. Annars fer kælingin líka mikið eftir því hvernig turn þú ert með, hvort hann sé einangraður, hvað þú ert með í honum og fjölda kassaviftna.
Ef þú ert að skoða Thermaltake þá skaltu passa þig að þær eru lágværar ef örrinn er kaldur en um leið og hann fer eitthvað að hitna þá eykst hávaðinn, þær eru nefnilega margar hitastýrðar. Ég prófaði eina Thermaltake sem var ekki nema 17db en um leið og eitthvað reyndi á örrann þá gaf ég henni nafnið NoiseMaster, fór í ca 45+db. Skoðaðu hversu mörg db viftan er gefin upp og við hvaða hitastig það er.